Fréttir

Úrskurður Aganefndar 15.09.2014

Úrskurður Aganefndar 10.09.2014

Hokkíhelgin

Segja má að þessa hokkíhelgina verði hringnum lokað hvað meistaraflokk karla áhrærir. Þ.e. að loknum leikjum helgarinnar hafa öll liðin í deildinni mæst einusinni. Um helgina hefst einnig keppni í þriðja flokki en þetta tímabilið verður flokkurinn spilaður í stökum leikjum en ekki helgarmótum einsog undanfarin ár.

Félagaskipti

ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir eftirfarandi leikmann og félag þeirra:

UMFK Esja - Björninn umfjöllun

UMFK Esja og Björninn buðu uppá markaregnsleik í Laugardalnum í gærkvöld. Það voru gestgjafarnir í Esju sem fóru með sigur af hólmi með því að gera 10 mörk gegn 5 mörkum Bjarnarins

SA - SR umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur sótti Skautafélag Akureyrar heim á íslandsmóti karla í gærkvöld. Það voru heimamenn í Skautafélagi Akureyrar sem fóru með sigur hólmi en þeir unnu leikinn með fimm mörkum gegn þremur mörkum SR-inga.

Leikir kvöldsins - UPPFÆRT Streymi frá Akureyri

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla.

Björninn - SA umfjöllun

Síðari viðureign helgarinnar var leikur Bjarnarins og SA í meistaraflokki karla og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum SA-manna eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma.

SR - UMFK Esja umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur bar sigurorð af UMFK Esju með fjórum mörkum gegn einu í fyrsta leik íslandsmótsins sem fram fór sl. föstudagskvöld.

Félagaskipti

ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir eftirfarandi leikmann og félag þeirra: