Fréttir

SR - Víkingar umfjöllun

SR-ingar mættu Víkingum á íslandsmóti karla í gærkvöldi . Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki SR-inga.

Leikur kvöldsins.

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45.

SA - SR umfjöllun

Skautafélag Akureyrar lagði á síðasta laugardag lið Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna með átta mörkum gegn einu. Með sigrinum náði SA þriggja stiga forystu á Björninn sem er í öðru sæti en bæði liðin hafa leikið sjö leiki.

Jötnar - SR Fálkar umfjöllun

Jötnar og SR Fálkar léku á íslandsmótinu síðastliðinn laugardag og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu þrjú mörk gegn engu marki SR Fálka.

Hokkíhelgin

Eftir stutt frí vegna prófa í framhaldsskólum hefst keppnistímabilið á morgun, laugardag, þegar fara fram tveir leikir og eru þeir báðir á Akureyri.

Úrskurður Aganefndar 11.12.13

4. flokks mót í Laugardal

Um síðastliðin mánaðarmót var haldið 4. flokks mót í Laugardalnum en mótið var fyrsti hluti af íslandsmóti í flokknum. Því miður hefur orðið töf á því að hægt sé að birta úrsltin en hér með er bætt úr því.

Æfingabúðir U18 landsliðs

Fyrirhugaðar eru æfingabúðir U18 ára landsliðs milli jóla og nýárs og fara þær fram í Reykjavík dagana 27. og 28. desember.

Íshokkímaður ársins

Ingvar Þór Jónsson er íshokkímaður ársins 2013. Ingvar Þór Jónsson varð með liði sínu, Skautafélagi Akureyrar, bæði deildar- og íslandsmeistari á síðasta tímabili............

Íshokkíkona ársins

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir er íshokkíkona ársins 2013. Jónína varð deildar- og íslandsmeistari með Skautafélagi Akureyrar á síðastliðnu keppnistímabili...........