Íshokkímaður ársins

Ingvar Þór Jónsson
Ingvar Þór Jónsson

Ingvar Þór Jónsson er íshokkímaður ársins 2013.

Ingvar Þór Jónsson varð með liði sínu, Skautafélagi Akureyrar, bæði deildar- og íslandsmeistari á síðasta tímabili,  ásamt því að vera spilandi þjálfari liðsins. Á heimsmeistaramóti  sem haldið var í Króatíu í apríl síðastliðnum náði íslenska liðið sínum besta árangri til þessa, þegar liðið varð í 3ja sæti í sínum riðli. Þar var Ingvar Þór fyrirliði landsliðsins og lykilmaður í vörninni.

Ingvar Þór hefur leikið alla landsleiki sem karlalandslið Íslands hefur spilað frá því að liðinu var hleypt af stokkunum 1999. Auk þess hefur Ingvar verið fyrirliði liðsins í 12 ár. Ingvar hefur á ferli sínum  fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor.

HH/MÓ