Íshokkíkona ársins

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir er íshokkíkona ársins 2013.

Jónína varð deildar- og íslandsmeistari með Skautafélagi Akureyrar á síðastliðnu keppnistímabili, sem  er tólfti íslandsmeistaratitill hennar. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni sl. vor og hefur verið valin í landsliðsúrtak sem undirbýr sig fyrir keppni á næsta heimsmeistaramóti, sem haldið verður í Reykjavík í mars á næsta ári. 

Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil eða alls 12 skipti. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins.  Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006.


Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH/MÓ