25.01.2012
Einn leikur fór fram á íslandsmótinu í gærkvöld þegar Ynjur og Ásynjur mættust. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum Ynja.
24.01.2012
Gert er ráð fyrir landsliðsæfingabúðum hjá U18 ára og karlalandsliði um komandi helgi.
24.01.2012
Menn vöknuði hressir í morgun í sól og frosti í Seúl. Mikil ánægja var með herbergin og sérstaka ánægju vöktu tæknilega útbúin salerni með hita í sessunum, rafmagnsopnunum og hinum bráðskemmtilega aukabúnaði, \"óæðriendavatnssprauta\" sem enginn gat látið ósnerta.
23.01.2012
Ynjur og Skautafélag Reykjavíkur léku í meistaraflokki kvenna sl. föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu 16 mörk gegn 1 marki SR-kvenna.
23.01.2012
U20 ára gullkálfarnir eru komnir á hótel í miðborg höfuðborgar Suður Kóreu, Seúl.
22.01.2012
Frábærar fréttir voru að berast núna í morgunsárið frá Nýja Sjálandi þar sem U20 ára liðið okkar var að eiga við Kínverja og unnu leikinn glæsilega með 5 mörkum gegn einu. Í upphafi leiks eftir aðeins tvær og hálfa mínútu skoruðu kínverjar fyrsta mark leiksins en okkar menn tóku þá öll völd á svellinu og settu 5 mörk á Kínverjana án þess að þeir næðu að svara.
22.01.2012
Íslenska landsliðið tryggði sér í nótt sigur á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Duendin á Nýja-Sjálandi.
22.01.2012
Þá er komið að síðasta deginum okkar hér í Nýja Sjálandi og senn líður að gullleiknum gegn Kína. Við erum búnir að tékka okkur út af heimavistinni og fórum með allan farangurinn í Skautahöllina því þaðan höldum við beint út á flugvöll eftir leikinn.
21.01.2012
Í gærkvöldi færðist liðið U20 landsliðið einu skrefi nær því að tryggja sér farmiðann uppúr 3.deildinni með auðveldum 10 – 0 sigri á Búlgaríu.