Fréttir

Æfingahópur ungmennalandsliða

Valinn hefur verið æfingahópur ungmennalandsliða (U20/U18) ÍHÍ sem tekur þátt í æfingabúðunum sem fara fram hér í Reykjavík um næstu helgi. Hér er einungis um að ræða leikmenn sem æfa og leika með íslenskum félagsliðum. Listinn er ekki endanlegur og gæti því tekið breytingum.

Æfingahópur karlalandsliðs

Olaf Eller hefur ásamt þjálfurum félagasliða hér á Íslandi valið æfingahópinn sem tekur þátt í æfingabúðunum sem fara fram hér í Reykjavík um næstu helgi.

Landsliðsæfingabúðir

Fyrirhugaðar eru æfingabúðir hjá öllum landsliðum ÍHÍ um næstu helgi. Komin er dagskrá sem gæti þó tekið einhverjum breytingum þegar líður á vikuna.

Hokkíhelgi

Á morgun hefst hokkítímabilið og að þessu sinni eru það meistaraflokkur karla og kvenna sem ríða á vaðið. Leikið verður á Akureyri en í meistaraflokki karla mætast Víkingar og Björninn og hefst sá leikur klukkan 16.30. Strax að þeim leik loknum leika lið Valkyrja og Bjarnarins.

Leikheimild

Skautafélag Akureyrar hefur sótt um leikheimild fyrir Joshua John Gribben. Gjald fyrir leikheimildina hefur verið greitt til Íshokkísambands Íslands og telst Joshua John Gribben því löglegur leikmaður með Skautafélagi Akureyrar.

ÚRSKURÐUR AGANEFNDAR 15.08.11

Nýr vefur

Einsog gestir síðunnar sjá tók ÍHÍ í dag í notkun nýja vefsíðu.

Reglugerðir

Á síðasta fundi stjórnar ÍHÍ voru samþykktar breytingar á tveimur reglugerðum.

Að hleypa heimdraganum

Segja má að íslenskir íshokkíleikmenn geri víðreist en rúmlega tugur leikmanna mun æfa og leika með liðum erlendis á komandi tímabili. Þó svo að íshokkí á Íslandi láti aðeins á sjá þegar annars eins fjöldi hverfur af ísnum þarf enginn að efast um að til lengri tíma mun þetta koma íþróttinni til góða.

Mótaskrá ofl.

Nú fer að styttast í að tímabilið hjá hokkífólki hefjist. Mótaskrá hefur verið samþykkt af mótanefnd en liggur nú til kynningar hjá skautahöllum.