Úr leik liðanna fyrr á tímabilinu. Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Víkinga og Bjarnarins og fer hann fram í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30.
Þessi sömu lið léku fyrsta leik vetrarins og þá unnu Bjarnarmenn með 4 mörkum gegn 3 en sá leikur fór einnig fram á Akureyri. Þrátt fyrirað skammt sé liðið á mótið má segja að leikurinn í kvöld skipti töluverðu máli. Með sigri næðu Bjarnarmenn að komast í þægilegt forskot frá Víkingum. Að sama skapi myndu Víkingar með sigri koma sér í þægilegri stöðu á töflunni. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið í leiknum í kvöld
Rúnar Freyr Rúnarsson er frá í liði Víkinga vegna meiðsla en Stefán Hrafnsson hefur hafið leik á ný. Bræðurnir Birkir og Sigurður Óli Árnasynir munu mæta á sinn gamla heimavöll í kvöld en óvíst er hvort Sergei Zak getur spilað með Bjarnarmönnum.
HH