05.01.2015
Tímabilið hjá konunum hófst síðasta laugardag þegar Skautafélag Reykjavíkur og SA Ásynjur mættust í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri gestanna úr Ásynjum sem gerðu fimmtán mörk gegn tveimur mörkum heimakvenna.
05.01.2015
UMFK Esja bar á laugardaginn sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fjórum mörkum gegn þremur en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit eftir að janft hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma.
05.01.2015
Bjarninn lagði á laugardaginn Víkinga í fyrsta deildarleik ársins með fimm mörkum gegn engu en leikurinn fór fram í Egilshöll.
02.01.2015
Það verður fjör hér sunnan heiða á hokkíhelgi því þrír leikir eru á dagskránni og í þeim mun fljótt koma í ljós hvaða leikmenn koma vel undan jólum og áramótum. Allir fara leikirnir fram á morgun, laugardag.