19.01.2015
Einn leikur fór fram í meistaraflokki um helgina en þá mættust SA Ásynjur og SR í kvennaflokki. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn einu marki SR-kvenna.
19.01.2015
Um helgina var haldið svokallað Bauta-mót í 4. flokki á Akureyri. Mótið var hraðmót en spilaðir voru níu leikir í mótinu.
16.01.2015
Leikir helgarinnar eru tíu en þó fer einungis einn leikur fram í meistaraflokki en það er leikur SA Ásynja og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 20.15 á morgun laugardag.
15.01.2015
Leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fyrirhugaður var í skautahöllinni á Akureyri í kvöld er frestað vegna veðurs.
Fyrrnefndur leikur hefur verið settur á fimmtudaginn 22. janúar nk. og hefst hann klukkan 19.30.
14.01.2015
Björninn og UMFK Esja mættust í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk án þess að Esja næði að svara fyrir sig.
13.01.2015
Fyrirhugað var að leika tvö leiki á íslandsmóti karla í kvöld en vegna veðurs og færðar hefur leik SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fara átti fram á Akureyri verið frestað til nk. fimmtudags.
Leikur UMFK Esju og Bjarnarins mun hinsvegar án nokkurs vafa fara fram en liðin mætast í skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 20.00.
Bæði lið byrjuðu árið nokkuð.................
12.01.2015
Skautafélag Reykjavíkur og Ynjur mættust tvívegis um liðna helgi og fóru leikirnir fram í Laugardalnum á laugar- og sunnudegi.
09.01.2015
Tveir leikir fara fram á íslandsmóti kvenna um helgina en í báðum tilvikum mætast Skautafélag Reykjavíkur og SA Ynjur.
08.01.2015
Stjórn ÍHÍ hefur staðfest hvaða þjálfarar koma til með að þjálfa kvennalandsliðið annarsvegar og lið skipað leikmönnum 18 ára og yngri hinsvegar.
07.01.2015
Ásynju lögðu í gær Ynjur að velli í gær með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust á Akureyri í gærkvöld. Aðeins voru höggin skörð í lið Ásynja í gærkvöld því Linda Brá Sveinsdóttir og Anna Sonja Ágústsdóttir voru fjarverandi.