11.09.2023
Stjórn ÍHÍ hefur ráðið Viðar Garðarsson í stöðu framkvæmdastjóra ÍHÍ og hefur hann störf 1.nóvember næstkomandi. Viðar er með meistaragráðu í viðskiptafræðum (MBA) frá Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur mjög víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu.
09.09.2023
Vegna bilunar í Hyrda-kerfi ÍHÍ verður ekki unnt að fylgjast með leik kvöldsins á milli Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna þar. Unnið er að lausn á þessu vandamáli með tæknimönnum IIHF til að koma þessu í samt lag.
27.07.2023
Hefur þú brennandi áhuga á íþróttastarfi og vilt taka virkan þátt í uppbyggingu á ört vaxandi íþrótt á Íslandi og á alþjóðavísu?
Hefur þú framúrskarandi skipulagshæfileika, gott vald á rekstri og einstaka hæfni í mannlegum samskiptum?
Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Íshokkísambands Íslands og skal sjá um öll dagleg störf sem til falla og samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Vinnutími er sveigjanlegur en ræðst af þörfum sambandsins og þeim verkefnum sem leysa þarf hverju sinni.
15.05.2023
Íshokkíþing 2023 var haldið síðastliðinn laugardal, 13. maí, í Pakkhúsinu á Akureyri. Alls voru mættir 19 þingfulltrúar frá aðildarfélögum ÍHÍ ásamt gestum innan hreyfingarinnar og víðar. Dagskrá þingsins var samkvæmt lögum ÍHÍ og því nokkuð hefðbundin. Góðar umræður voru um laga- og reglugerðarbreytingar og önnur störf ÍHÍ síðustu árin.