Fréttir

Efsta deildin í Svíþjóð bætist við hjá Viaplay

Nýverið hóf streymiveitan Viaplay að streyma NHL á Íslandi við góðar undirtektir en í gær varð ljóst að efsta deildin í Svíþjóð, SHL, verður einnig aðgengileg áhorfendum á Íslandi í gegnum Viaplay

Yfirlýsing haustfundar ÍHÍ

4 Nations - Fjögurra þjóða mót í Laugardal

NHL komið til Íslands

Undanfarin ár hafa aðdáendur NHL á Íslandi þurft að fara ýmsar krókaleiðir að því að nálgast beint streymi af leikjum og annað efni frá NHL. Nú hefur streymiveitan Viaplay, sem hefur dreifiréttinn á NHL í Evrópu, opnað fyrir aðgengi að efni NHL bæði í beinu streymi, upptökum og samantektarþáttum NHL On The Fly fyrir áhorfendur á Íslandi.

Kvennalandslið Íslands hefur leik í Englandi

Kvennalandslið Íslands mætir heimakonum frá Stóra Bretlandi í dag kl.19:00 að staðartíma, eða kl.18:00 að íslenskum tíma, í Motorpoint Arena í Nottingham. Íslenska liðið mætir inn í þetta mót fullmannað og klárt í komandi átök. Aðrir mótherjar í þessu móti eru sterkt lið Suður-Kóeru og Slóvenía. Leiknir verða 3 leikir á 4 dögum þannig að dagskráin er snögg og krefjandi. Leikmenn, þjálfarar og annað starfsfólk liðsins hélt utan á mánudaginn síðasta og hafa undirbúið sig vel fyrir komandi leiki.

U12 mót frestað vegna covid

U12 mótið okkar sem fyrirhugað var á Akureyri um næstu helgi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Lögreglan hefur óskað eftir því við íþróttafélög að fresta viðburðum barna og unglinga til að stemma stigu við faraldurinn.

Reglubreytingar IIHF

Skautafélag Akureyrar tekur þátt í Continental Cup

Sem ríkjandi íslandsmeistarar síðasta tímabils fékk Skautafélag Akureyrar þátttökurétt á Continental Cup, sem er evrópumót félagsliða í íshokkí. Skautafélag Akureyrar hefur keppni í daga, 25. September kl.17:00 að staðartíma eða kl.14:00 að íslenskum tíma.

Félagsskipti - leikheimild

Bikarmót U14

Fyrsta helgarmót U14 verður haldið núna um helgina á Akureyri. Um er að ræða bikarmót A og B liða. Skautafélag Akureyrar heldur mótið og má finna dagskrá og úrslit inná heimasíðu ÍHÍ, eða ýta hér. SA er með 2 A lið og 1 B lið SR er með 1 A lið og 1 B lið Fjölnir er með 1 B lið. Í vetur verða svo þrjú helgarmót til viðbótar fyrir U14 sem eru hluti af Íslandsmóti U14.