Fréttir

Fjölmiðlaumræða síðustu vikur

Ágæta áhugafólk um íshokkí. Það hefur varla farið fram hjá neinum sú neikvæða umræða sem dunið hefur á íþróttinni okkar í fjölmiðlum undanfarið. Stjórn sambandsins harmar og fordæmir öll þau neikvæðu ummæli sem fallið hafa í nokkrum viðtölum. Það er engum til sóma að ráðast gegn ákveðnum persónum innan hreyfingarinnar með skítkasti og ásökunum um óheiðarleika. Það er eðlilegt að upp komi ágreiningur og einstaklingar hafi ólíkar skoðanir á vissum hlutum og/eða atburðum hvort sem er í starfsemi félaganna eða í störfum sambandsins. Það er engin hafin yfir gagnrýni en þá er gott að hafa hugfast að sú gagnrýni sé málefnaleg en hvorki meiðandi né móðgandi.

Hokkí helgi framundan

Þrír íshokkíleikir eru um helgina. Föstudagskvöldið 5.janúar kl 19:45 í Skautahöllinni í Laugardal mun eigast við Umfk Esja og SR. Um er að ræða 31. leik í mótaröðinni í Hertz-deild karla. Facebook kynning, ýta hér. Laugardaginn 6. janúar mun svo Hertz-deild kvenna halda áfram þegar sameinað lið Bjarnarins og SR mætir SA-Ynjum í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikur kl 18:00. Facebook kynning, ýta hér. Á sama tíma fer fram í Egilshöll 3.fl leikur, Björninn - SA Jarlar.