15.04.2012
Í kvöld var komið að þriðju viðureign íslenska liðsins á HM í íshokkí sem fram fer í Laugadalnum. Að þessu sinni voru mótherjarnir Eistar, en þeir voru „rankaðir“ efstir fyrir þetta mót, en þeir voru að koma niður úr 1. deild eftir stutt stopp þar. Ísland spilaði síðast við þá þegar þeir unnu 2. deildina á sínum heimavelli í Narva árið 2010.
15.04.2012
Nú klukkan 13.00 hefst þriðji keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.
14.04.2012
Kristján Maack er með myndavélina á lofti á mótinu og tekur magnaðar myndir af öllum leikjum. Sérstakur myndavefur er á heimasíðu IIHF og hann má sjá hér http://www.iihf.com/channels1112/wm-iia/pictures.html
13.04.2012
Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir íslenska liðið en nokkur skrekkur var í liðinu á fyrstu mínútum og það var þó nokkuð kjaftshögg að fá á sig mark strax eftir tvær mínútur. Það var svo gegn gangi leiksins að Serbarnir komust í 2 – 0 á 7. mínútu, en það kom eftir tapað uppkast í varnarsvæðinu og Serbarnir skoruðu með föstu skoti utan af velli. Ekki góð byrjun og spjótin beindust að Dennis Hedström í markinu.
13.04.2012
Innan skamms hefst 2. leikur íslenska liðsins á HM og nú eru mótherjarnir Serbía.
13.04.2012
Nú klukkan 13.00 hefst annar dagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.
12.04.2012
Í dag hófst 2. heild A-riðils Heimsmeistaramótsins í íshokkí hér í Reykjavík með þremur leikjum. Íslenska liðið spilaði kl. 20:00 gegn Ný Sjálendingum og leiknum var rétt að ljúka með 4 – 0 sigri Íslands.
12.04.2012
Nú klukkan 13.00 hefst fyrsti leikurinn á HM sem haldið er hérna í Reykjavík. Einosog flestir vita eru allir leikirnir leiknir í Skautahöllinni í Laugardal.
10.04.2012
Einsog íshokkífólk hefur tekið eftir er að bresta á HM-mót í karlflokki en mótið hefst nk. fimmtudag.
09.04.2012
Valdir hafa verið 23 leikmenn í landslið karla sem tekur þátt í II. deild a-riðils en mótið fer fram í Reykjavík dagana 12 - 18 apríl.