Fréttir

Landsliðsæfing A-landslið karla 13.-15.október

Landsliðsæfingahópur karla í íshokkí hefur verið valinn ásamt því að Jussi Sipponen hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari og Sigurður Sveinn Sigurðsson sem liðsstjóri. Tækjastjóri verður Karvel Þorsteinsson með aðstoð frá Marcin yfirtækjastjóra ÍHÍ. Fyrsta landsliðsæfing verður helgina 13. til 15. október næstkomandi. Hefst helgin á ístíma á föstudagsmorgun og er mæting í Egilshöll kl 08:00.

Alexander Medvedev aðal þjálfari U18

Alexander Medvedev hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U18 landslið drengja í íshokkí. Alexander hefur komið víða við sem leikmaður og þjálfari og ferill hans hér á EliteProspects, ýta hér. Alexander hefur verið undanfarið þjálfari og leikmaður Bjarnarins í Egilshöll. Áætlað er að fyrsta landsliðsæfing U18 verði föstudagskvöldið 13. október og einnig laugardagskvöldið 14. október, ásamt öðru hópefli. Nánari dagskrá kemur síðar og landsliðshópurinn verður kynntur innan skamms.