Fréttir

Úrskurður aganefndar 9.feb. 2016

Úrskurður aganefndar 6.feb. 2016

Hokkíhelgi framundan!

Um þessa helgi verður mikið um að vera í íslensku íshokkíi. Í Hertz-deild karla mætast SA og Esja fyrir norðan og Björninn fær SR í heimsókn. Í Hertz-deild kvenna mun SR taka á móti Ynjum frá Akureyri. Leikur í 3. flokki á milli SR og SA verður einnig á laugardaginn.

Tveir leikir í Hertz-deild karla í kvöld!

Spilaðir verða tveir leikir í Hertz-deild karla í íshokkí. Topplið deildarinnar, SA og Esja, mætast í Skautahöllinni á Akureyri kl.19:30 og Björninn tekur á móti SR í Egilshöll kl.19:45!

Heil umferð leikin í Hertz-deild karla

SA Víkingar unnu SR norður á Akureyri og UMFK Esja laut í lægra haldi fyrir Birninum í Laugardalnum.

Kvennalandsliðið valið

Jussi Sipponen þjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur valið liðið sem heldur til Jaca á Spáni í lok febrúar til þátttöku í 2. deild HM.

Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Ásynjur og Ynjur áttust við í hinum leiknum sem leikinn var í Hertz-deildinni sl. þriðjudag. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu sex mörk gegn fimm mörkum Ynja en framlengingu og vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Björninn - SR umfjöllun

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur mættust í Hertz-deild kvenna sl. þriðjudag en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.

U18 ára lið valið

Vilhelm Már Bjarnason hefur ásamt aðstoðarþjálfara sínum, Andra Má Helgasyni, valið U18 hópinn sem nú hefur undirbúning fyrir HM. Liðið heldur til Valdemoro á spáni í lok mars.

Leikir kvöldsin

Leikir kvöldsins eru tveir, báðir í Hertz-deild kvenna, og fara fram á Akureyri og í Reykjavík.