23.11.2015
SA Víkingar og UMFK Esju áttust við á Akureyri sl. laugardag og lauk leiknum með sigri heimamanna sem gerður fjögur mörk gegn tveimur mörkum Esju.
20.11.2015
Fyrstu leikirnir í hokkíhelginni að þessu sinni hefjast klukkan 08.00 í Egilshöllinni með þremur leikjum sem allir hafa geysilega þýðingu fyrir þá sem leika þá. Um er að ræða D&C mótið í 5; 6. og 7. Flokki en fjólmargir leikir eru á dagskrá í mótinu.
Það verður einnig leikið í meistaraflokki karla þessa helgin en tveir leikir eru á dagskránni.
18.11.2015
Unnið er að undirbúningi að æfingabúðum ungmennalandsliða sem fram eiga að fara í desember milli jóla og nýárs. Búðirnar eru ætlaðar bæði U18 og U20 liðinu. Gert er ráð fyrir að liðin æfi saman en einnig í sitthvoru lagi. Nánari dagskrá kemur síðar.
16.11.2015
UMFK Esja bar á laugardagskvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fimm mörkum gegn fjórum eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma, 4 – 4.
16.11.2015
SA Víkingar bættu við þremur stigum í sarpinn þegar þeir lögðu Björninn af velli 5 – 2 þegar liðin mættust á Akureyri sl. laugardag.
13.11.2015
Eftir stutt frí í karlaflokki, vegna þátttöku í undankeppni Ólympíuleika, hefst íslandsmótið hjá þeim aftur á morgun laugardag með tveimur leikjum.
12.11.2015
Um síðastliðna helgi fóru fram fyrstu æfingabúðir hjá kvennalandsliðinu og var mæting með ágætum en búðirnar fóru fram á Akureyri.
11.11.2015
Á Akureyri mættust mættust í gærkvöld Ynjur og Ásynjur í kvennaflokki. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum Ynja. Leikir liðanna síðustu ár hafa oft verið spennandi og hart barist. Athygli vakti að mæðgur öttu kappi en Guðrún Blöndal lék með Ásynjum en dóttir hennar, Saga Líf Sigurðardóttir, með Ynjum.