Fréttir

HM í Belgrad - Pistill 3

Áfram skal haldið. Í dag kl. 16:30 mættu strákanir okkar sterku liði Belga. Mun betri leiktími, morgunmatur kl. 07:30, æfing kl. 09:00. Farið var yfir árherslur í vörn og sóknarleik með tilliti til leikaðferðar Belgana. Tim þjálfari og Gulli aðstoðarþjálfari höfðu eimitt kvöldið áður horft á leik Belgíu og Serba og kortlagt allt sem skipti máli. Hádegismatur kl.13:00 og svo beint upp í í höll aftur þar sem leikurinn gegn Belgum átti að fara fram.

HM í Belgrad - Pistill 2

Staðan í dag, miðvikudag er góð. Eftir ferðalagið tilbaka frá Tyringe í Svíþjóð á mánudaginn, yfir brúna ¨Bruen¨ með rútu aftur og á Kastrup flugvöll, þar sem flogið var til Belgrad í Serbíu. Ferðin gekk vel, engin óhöpp eða týndur farangur á leiðinni.

Útsendingar

Úr nægu er að velja ef menn hafa áhuga á að fylgjast með HM karla í II. deild en fyrsti leikur íslands hefst innan fáeinna mínútna í Belgrad í Serbíu.

HM í Belgrad - Pistill 1

Á föstudaginn lagði íslenska karlalandsliðið af stað til Tyringe í Svíþjóð, en endanlegur áfangastaður er Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun taka þátt í 2. deild, a-riðils heimsmeistaramótsins í íshokkí.

Handbók

Handbókin vegna U18 ára ferðalagsins til Tallinn er nú komin á netið en þar er að finna helstu upplýsingar fyrir leikmenn og aðstandendur þeirra.

Þakkir

Íshokkísamband Íslands vill þakka öllum, sem lögðu hönd á plóg við fræmkvæmd á 2. deild heimsmeistaramóts kvenna, kærlega fyrir aðstoðina.