Í kvöld kl. 19:30 hefst úrslitkeppnin í kvennaflokki þar sem SA og Björninn munu takast á um hvort liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn 2016. Þessi sömu lið hafa mæst í úrslitum allar götur síðan árið 2000 og er þetta því í 17 skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. SA tefldi fram tveimur liðum líkt og undanfarin ár og munu þau lið sameinast gegn Birninum í úrslitakeppninni.
Það lið sem verður fyrra til að vinna tvo leiki hampar titlinum en næsti leikur fer fram í Laugadalnum á miðvikudaginn næsta og sá þriðji ef til hans kemur verður á Akureyri á laugardaginn. Það er næsta víst að hart verður barist og er allt hokkíáhugafólk eindregið hvatt til að kíkja í Skautahöllina á Akureyri í kvöld, en frítt er á leikinn.