Undir 20 ára landslið karla hefur verið valið. Liðið heldur til keppni á heimsmeistaramót Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) í sínum aldursflokki, en mótið er haldið í Belgrad í Serbíu dagana 19. til 25. janúar næstkomandi. Aðal þjálfari liðsins er Kanadamaðurinn Sheldon Reasbeck sem er aðalþjálfari Skauttafélags Akureyrar og honum til aðstoðar er Eduard Kascak sem er leikmaður og þjálfari hjá Skautafélagið Reykjavíkur. Tækjastjóri liðsins er Marcin Maciej Mojzyszek og Jóhann Þór Jónsson bráðatæknir sér um að öllum líði eins vel og kostur er. Fararstjóri liðsins er Sigurður Sveinn Sigurðsson margreindur landsliðsmaður, fararstjóri og formaður aðalstjórnar SA. Liðið verður í Egilshöll við æfingar fimmtudag og föstudag en heldur svo til Serbíu á laugardagsmorgun. Leikmennirnir sem valdir voru í hópinn eru:
Þórir Hermannsson Aspar
Sigurgeir Söruson
Elvar Örn Skúlason
Helgi Bjarnason
Haukur Steinssen
Birkir Einisson
Ólafur Björgvinsson
Ormur Jónsson
Viktor Mojzyszek
Hektor Hrólfsson
Aron Gunnar Ingason
Uni Blöndal
Þorleifur Rúnar Sigvaldason
Stefán Guðnason
Bjarki þór Jóhannsson
Kristján Hróar Jóhannesson
Arnar Karvelsson
Alex Máni Ingason
Arnar Helgi Kristjánsson
Haukur Freyr Karvelsson
Bjarmi Kristjánsson
Daníel Snær Ryan