11.02.2005
Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn fimmtudaginn 10. febrúar og aftur föstudaginn 11. feb. 2005.
Mættir voru: Bjarni Kr. Grímsson, Kristján Maack og Jón Heiðar Rúnarsson
Aganefnd 2005-02-11, mál 3.
Leik SA og SR í meistaraflokki karla sunnudaginn 30. janúar 2005
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SA og SR í meistaraflokki karla sunnudaginn 30. janúar 2005 og atvikaskýrslur dómara úr sama leik.
Á 26. mínútu fær leikmaður SA nr. 9, Clark McCormick leikdóm (MP) fyrir að gefa þungt olnbogaskot í síðu dómara. Aðdragandinn er að búið er að stöðva leikinn og eru leikmenn að skipta. Leikmaður SA nr. 9 rennir sér þá framhjá dómaranum og gefur honum þungt olnbogaskot í síðuna. Nóg pláss var til staðar og er þessi árekstur því ekkert nema vísvitandi árás á dómara.
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Samkvæmt reglum skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Þau tilmæli hafa hinsvegar verið frá stjórn ÍHÍ að leikdómi fyrir slagsmál fylgi tveggja leikja bann. Telur aganefndin að hér sé full ástæða til að beita þessu ákvæði.
Vegna þess að hér er um að ræða beina árás á starfsmann leiksins (dómara) er þessi refsing því tvöfölduð. (Sbr. fordæmi frá árinu 2000)
Á 29. mínútu fær leikmaður SA nr. 30, Michal Kobezda leikdóm (MP) fyrir að veitast að dómara (regla 550). Aðdragandinn er að SR skorar mark sem markvörðurinn mótmælir mjög kröftulega sem ólöglegu. Vegna framgöngu hans í garð dómara fær hann ofangreindan dóm.
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Samkvæmt reglum skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta.
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður SA nr. 9, Clark McCormick er hér með úrskurðaður í fjagra leikja bann í meistaraflokki karla.
Leikmaður SA nr. 30, Michal Kobezda er hér með úrskurðaður í eins leiks bann í meistaraflokki karla.
Reykjavík 11. febrúar 2005
Aganefnd ÍHÍ
Bjarni Kr. Grímsson, Kristján Maack, Jón Heiðar Rúnarsson