Úrskurður aganefndar 040416

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn föstudaginn 16. april 2004.
Mættir voru: Magnús Einar Finnsson, Kristján Maack og Bjarni Kr. Grímsson
 
Aganefnd 040416, mál 1
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SR og SA í mfl. flokki mánudaginn 12. apríl 2004 og atvikaskýrsla dómara úr sama leik.
Leikmaður SR nr. 17 Guðmundur Björgvinsson fékk Stóra-dómog Brotvísun úr leik (GM) fyrir brotið Of há kylfa á 33. min leiksins.
Leikmaður SA nr. 14 Jón Gíslason, sem varð fyrir brotinu og þurfti að yfirgefa leikvöllin með 3 brotnar tennur og fara á bráðamóttöku.
 
 
Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu
Samkvæmt skýrslu dómara eru áverkar þeir sem leikmaður SA nr. 14 fékk bein afleiðing af broti leikmanns SR nr. 17.
Það er álit aganefndar að um hafi verið að ræða óviljaverk. Það breytir þó ekki því að leikmaður er ábyrgur fyrir að halda kylfu sinni fyrir neðan axlarhæð mótherja.
Leikmaður  SR Guðmundur Björgvinsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki.
Nái leikmaður ekki að sitja af sér leikbann á yfirstandandi keppnistímabili færist það sem eftir er yfir á næsta tímabil.
 
 
 
Akureyri 16. april 2004
 
Aganefnd ÍHÍ
 
Magnús Einar Finnsson,  Kristján Maack, Bjarni Kr. Grímsson