Úrskurður aganefndar 2. mars 2004

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn þriðjudaginn 2. mars 2004.
Mættir voru: Magnús Einar Finnsson, Kristján Maack og Bjarni Kr. Grímsson

Aganefnd 040302, mál 1
Fyrir voru teknar atvikaskýrslur vegna leiks Bjarnarins og SR í mfl. flokki þriðjudaginn 10. febrúar.
Leikmaður SR nr. 17, Guðmundur Ragnar Björgvinsson, var rekinn út af á 41. fyrir Grófan leik og sem viðbót Áfellisdóm eða 2 + 10 min. Þegar Guðmundur var á refsibekknum stjakaði hann við myndatökumanni sjónvarps sem hafði beint myndavél að honum. Myndatökumanni var nokkuð brugðið við þetta og kvartaði yfir atvikinu við aðila í ritaraboxi eftir leik.

Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Einnig getur aganefnd fjallað um önnur þau atriði sem fram koma í skýrslu frá dómara eða á myndbandi.
Samkvæmt skýrslum er það ljóst að leikmaður SR nr. 17 Guðmundur Ragnar Björgvinsson stjakar við myndatökumanni og er það því meðhöndlað sem brot gegn starfsmanni. Fyrir þetta skal leikmaður hljóta ávítur sem jafngilda Áfellisadóm þannig að leikmaður er nú skráður með einn Leikdóm (GM) í leiksögu tímabils og mun þar af leiðandi fara sjálfkrafa í leikbann hljóti hann annan Leikdóm (GM) á keppnistímabilinu.

Aganefnd 040302, mál 2
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SA og SR í mfl. flokki laugardaginn 21. febrúar 2004.
Leikmaður SA nr. 9, Clark McCormick fékk Stóra-dóm og Leikdóm (MP) fyrir endastungu á 30. mín.

Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Með hliðsjón af því að brotið hafði engar afleiðingar er leikmaður SA , Clark McCormick, hér með úrskurðaður í eins leiks bann í mfl. flokki og þar með staðfest leikbann sem gefið var út 27. febrúar 2004.

Aganefnd 040302, mál 3
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik Bjarnarins og SA í mfl. flokki laugardaginn 28. febrúar 2004 og atvikaskýrsla dómara úr sama leik.
Leikmaður SA nr. 43 Rúnar Rúnarsson fékk Stóra-dóm og Leikdóm (MP) fyrir að berja á leikmanni Bjarnarins nr. 24 á 43. min.

Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Þau tilmæli hafa hinsvegar verið frá stjórn ÍHÍ að leikdóm fyrir slagsmál fylgi tveggja leikja bann. Með hliðsjón af því er leikmaður SA, Rúnar Rúnarsson, hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann.


Aganefnd 040302, mál 4
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik Bjarnarins og SA í mfl. flokki laugardaginn 28. febrúar 2004 og atvikaskýrsla dómara úr sama leik.
Leikmaður Bjarnarins nr. 24 Sergei Zak fékk Stóra-dómog Brotvísun úr leik (GM) fyrir brotið Of há kylfa á 43. min leiksins.
Leikmaður SA nr. 13 Sigurður Sigurðsson, sem varð fyrir brotinu, skarst illa í andliti við brotið og þurfti að yfgefa leikvöllin og fara á bráðamóttöku. Þar voru saumuð 13 spor í andlitið og staðfest með röngenmyndatöku að kinnbein og nef er brákað.


Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu
Samkvæmt skýrslu dómara eru áverkar þeir sem leikmaður SA nr. 13 fékk bein afleiðing af broti leikmanns Bjarnarins nr. 24.
Það er álit aganefndar að um hafi verið að ræða óviljaverk. Það breytir þó ekki því að leikmaður er ábyrgur fyrir að halda kylfu sinni fyrir neðan axlarhæð mótherja.
Leikmaður Bjarnarins Sergei Zak er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki.

Bjarni Kr. Grímsson skilaði séráliti um úrskurð í máli 4 en sat hjá við atkvæðagreiðslu.


Akureyri 5. mars 2004

Aganefnd ÍHÍ

Magnús Einar Finnsson, Kristján Maack, Bjarni Kr. Grímsson