27.01.2010
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í 2. flokki karla sem leikinn var þann 23.01.10.
Leikmaður Skautafélags Akureyrar nr. 20 Ingólfur Elíasson hlaut brottvísun úr leik. (GM) fyrir kjaftbrúk.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í 2. flokki karla sem leikinn var þann 23.01.10.
Leikmaður Bjarnarins nr. 32 Sigursteinn Atli Sighvatsson hlaut leikdóm (MP) fyrir slagsmál.
Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur sjálfkrafa einn leik í bann. Um allsherjarbann er að ræða.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í 2. flokki karla sem leikinn var þann 23.01.10.
Leikmaður Bjarnarins nr. 47 Matthías S. Sigurðsson hlaut leikdóm. (MP) fyrir slagsmál.
Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur sjálfkrafa einn leik í bann. Um allsherjarbann er að ræða.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í 2. flokki karla sem leikinn var þann 23.01.10.
Þjálfari Skautafélags Akureyrar Josh Gribben hlaut brottvísun úr leik (GM) og leikdóm (MP) fyrir kjaftbrúk og óíþróttamannslega framkomu.
Úrskurður: Josh Gribben er úrskurðaður í eins leiks bann. Um allsherjarbann er að ræða. Einnig færist til bókar brottvísun úr leik (GM) og fái þjálfarinn aðra slíka fær hann sjálfkrafa leikbann. Aganefnd átelur framkomu þjálfarans harðlega og mun beita harðari refsingum láti hann ekki af framferði sem þessu.
Vísað er til bókunar frá aganefndarfundi þ. 11-11.2008 þar sem m.a. segir: Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Leikmenn geta þó aldrei tekið út fleiri leiki í bann í öðrum flokkum en sem nemur þeim leikjum sem fékkst fyrir frumbrotið. Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).
Einnig er vísað til fyrri úrskurðar aganefndar frá 19.12.2008 er varðar brot þjálfara í starfi.
Viðar Garðarsson
formaður aganefndar