Úrskurður aganefndar 25.04.09


Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyriar sem leikinn var þann 24.04.09.
Leikmaður Skautafélags Akureyrar nr. 9 Gunnar Kristinsson hlaut brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.)

Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.



Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 30 Ævar Þór Björnsson hlaut hlaut brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.)

Vitnað er í bókun aganefndar frá 19.12.2008:

Enn ber á því að leikmenn sem fá útilokun úr leik drífa sig í föt og fara upp í áhorfendastúku. Aganefnd mun beina því til dómara, eftirlitsdómara og dómaranefndar að hart verði tekið á þessu og frá og með áramótum verði engar undanþágur gerðar. Leikmenn, þjálfarar eða aðrir starfsmenn liðsins skulu, samanber reglur 505 og 507 úr reglubók og samkvæmd túlkun gr. 5 á bls. 68 í Case book IIHF, halda strax til búningsklefa fái þeir útilokun úr leiknum. Eftir það geta leikmenn valið um hvort þeir haldi sig í búningsklefanum fram að leikslokum eða þeir  geta yfirgefið keppnisstað. Ef eftir brottvísun úr leik sjáist leikmaður eða starfsmaður liðs í áhorfendastúku eða fyrir utan búningsklefa mun aganefnd meta slíkt framferði til þyngingar refsingar.  

Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur eins leiks bann og gildir það yfir alla flokka. Brottvísun leikmannsins úr leiknum (GM) færist til bókar.

Viðar Garðarsson
formaður aganefndar.