18.04.2009
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyriar sem leikinn var þann 29.03.09.
Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 5 Steinar Páll Veigarsson hlaut brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.)
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.
Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 2 Orri Blöndal hlaut leikdóm (Match Penalty).
Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur sjálfkrafa eins leiks bann og gildir það yfir alla flokka.
Vísað er til bókunar frá aganefndarfundi þ. 11-11.2008 þar sem m.a. segir: Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Leikmenn geta þó aldrei tekið út fleiri leiki í bann í öðrum flokkum en sem nemur þeim leikjum sem fékkst fyrir frumbrotið. Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).
Viðar Garðarsson
formaður aganefndar.