Úrskurður 10.11.2006

Reykjavík 10.11.2006
 
Í leik SR og Bjarnarins sem leikin var 08.11.2006 í Skautahöllinni í Laugardal fékk leikmaður númer 25 Todd Simpson leikdóm (Match penalty) fyrir að sparka.
Í leikreglum okkar segir um Leikdóm:
 
507 Leikdómur
Fyrir leikdóm, skulu allir leikmenn, gildir einnig um markmann og starfsmenn liðsins, tafarlaust hverfa til búningsklefa það sem eftir lifir leiks. Skipting er leyfð eftir 5 mínútur.
 
Ø  Leikmaður liðs sem fær leikdóm, fær sjálfkrafa viðbótar leikbann, þetta þýðir að leikmaðurinn skal hljóta leikbann í næsta leik að lágmarki, og mál hans meðhöndlað af viðeigandi yfirvaldi.
 
Úrskurður er hér birtur í samræmi við reglugerð ÍHÍ númer 8 grein 12 en þar segir:
 
8.12 Innifeli leikskýrsla sjálfvirka útilokun leikmanns úr næsta leik án þess að mál hans sé meðhöndlað frekar hjá nefndinni er formanni nefndarinnar heimilt að birta úrskurð á heimasíðu sambandsins án þess að boða til fundar. Sama gildir ef að um er að ræða uppsafnaða refsingu. Formaður skal sjá til að slíkar gjörðir séu færðar til bókar í fundargerð næsta fundar aganefndar.
 
 
Úrskurður:
Til samræmis við ofanritað skal leikmaður númer 25 í liði Skautafélags Reykjavíkur Todd Simpson taka út leikbann í næsta leik Skautafélags Reykjavíkur. Úrskurður þessi tekur gildi nú þegar.
 
 
 
Reykjavík 10.11.2006
Fyrir hönd aganefndar ÍHÍ
 
 
Viðar Garðarsson (sign)
formaður aganefndar