Úrskurður aganefndar frá 9. desember 2024

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 9. desember 2024,
Fyrir voru teknar 3 atvikaskýrslur dómara frá leik SFH og Fjölnis í mfl karla sem leikin var í Egilshöll föstudaginn 6. desember 2024. Einnig var til umfjöllunar 1 atvikaskýrsla úr leik SR og SA sem leikin var laugardaginn 7. desember 2024 í Laugardal en í þeirri atvikaskýrslu eru 2 mál.

Mál 1 frá leik SFH og Fjölnis
Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 10:00 í fyrsta leikhluta. Aganefnd hefur farið yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi:

Ástæða þess að atvikaskýrsla var skrifuð var að leikmaður SFH #22 meiddist við atvikið og lék ekki meira það sem eftir lifði leiks. Engin dómur féll við þetta atvik. Leikmaður SFHv#22 og leikmaður Fjölnis #6 er báðir að skauta í átt að lausum pökk sem er á leið inn í varnarsvæði Fjölnis. Leikmaður SFH nær að vera aðeins á undan að pekkinum og setur hann fyrir markið, á sama tíma nær leikmaður Fjölnis leikmannni SFH og fer í tæklingu. Leikmaður SFH beygir sig til að reyna að komast undan tæklingunni. Við ýtarlega skoðun á atvikinu frá beinu streymi leiksins er aganefnd sammála því mati dómara leiksins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar.

Mál 2 frá leik SFH og Fjölnis
Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 14:08 í fyrsta leikhluta. Aganefnd hefur farið yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi:

Leikmaður Fjölnis #6 er með pökkinn upp við rammann í sóknarsvæði SFH og er að skýla honum með líkamanum. Leikmaður SFH #21 kemur aftan að leikmanni Fjölnis og keyrir með kylfunni (Cross-check) í bakið á leikmanni og svo aftur og fer þá í háls/haus svæði. Dómari leiksins gaf leikmanni SFH #21 5+GM fyrir illegal check to head and neck area samkvæmt reglu númer 48,3.
Aganefnd hefur skoðað atvikið ýtarlega og metur það sem svo að hafi verið fremur vægt. Það breytir ekki því að kylfur leikmanna eiga ekki að vera í höfuð hæð andstæðings.

Úrskurður: Leikmaður SFH #21 Björn Sigurðarson fær 1 leik í bann.

Mál 3 frá leik SFH og Fjölnis
Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 56:58 í þriðja leikhluta. Aganefnd hefur farið yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi:Það kemur skot á mark SFH sem markmaður frystir. Leikmaður Fjölnis #77 skautar að markinu með kylfuna uppi og tekur kylfuákeyrslu (e. cross-check) á háls og höfuðsvæði leikmanns SFH #4. Í kjölfarið verða nokkur átök á milli leikmanna.

Eftir nokkuð ýtarlega skoðun á atvikinu á upptöku af beinu streymi er það niðurstaða aganefndar að brottvikning úr leiknum er nægileg refsing fyrir þau átök sem urðu eftir kylfuákeyrsluna.

Úrskurður: Leikmaður Fjölnis #77 Lirdon Dupljaku fær einn leik í bann fyrir Kylfuákeyrslu á háls og höfuðsvæði. Eftir nokkuð ýtarlega skoðun á atvikinu á upptöku af beinu streymi er það niðurstaða aganefndar að brottvikning úr leiknum er nægileg refsing fyrir þau átök sem urðu eftir.

Mál 4 frá leik SR og SA
Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 59:58 til 60:00 í þriðja leikhluta og eftir að leik lýkur. Aganefnd hefur farið yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi:

Á síðustu sekúndum leiksins er face-off í varnarsvæði SR. SA vinnur face-off og leikmaður SA #2 skautar með pökkinn niður í varnarsvæði sitt meðan leiktími rennur út. Leikmaður SR #23 eltir hann niður og tæklar leikmann SA nr 2 sem beygir sig til að forðast tæklingu. Dómari leiksins úthlutaði leikmanni SR #23 5 mín auk brottvísunar úr leik fyrir ákeyrslu á höfuð og hálssvæði.

Eftir ýtarlega skoðun á atvikinu er það mat aganefndar að leikmaður SA #2 hafi beygt sig niður með ólöglegum hætti (e. Clipping) og þannig orðið valdur af því að leikmaður SR #23 snerti á honum höfuðið. Aganefnd er því einróma um að hafast ekki frekar við varðandi þetta mál.

Mál 5 frá leik SR og SA
Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 60:00 eftir að leik lýkur. Aganefnd hefur farið yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi:

Eftir að þvaga af leikmönnum hefur myndast í kringum þá leikmenn sem getið er hér að ofan í máli númer 4, við rauðu endalínuna í varnarsvæði SA. Skautar leikmaður SA nr 3 inn í þvöguna og kýlir leikmann SR nr 23 í andlitið. Dómari úthlutar 5+20 GM fyrir Roughing / Fighting í leikskýrslu. Er það byggt á reglu númer 46,5 um hættuleg högg (e. SUCKER PUNCHER).

Úrskurður: Leikmaður SA númer 3, Bergþór Ágústsson, fær tveggja leikja bann.