Fundur aganefndar, haldin í netheimum 7. nóvember 2024,
Fyrir eru teknar atvikaskýrslur dómara frá leik SFH og SR sem leikinn var í Laugardal þriðjudaginn 5. nóvember.
Mál 1
Fyrra atvikið sem fjallað er um gerist í öðrum leikhluta nánar á tímanum 34:48 Aganefnd hefur atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til að meta atvikið.
Málsatvik eru eftirfarandi.
Á tímanum 34:48 þegar leikur hefur verið stöðvaður inn í varnarsvæði SFH skautar leikmaður SFH númer 19 að leikmanni SR og skallar hann. Leikmaður SFH númer 19 fékk 5 mínútna dóm og brottvísun úr leiknum skv reglu 47.3.
Úrskurður:
Skalli (e. Head-butting) er ásetningsbrot sem í þessu tilfelli verður eftir að leikur hefur verið stöðvaður. Leikmaður Skautafélags Hafnarfjarðar, númer 19, Þórhallur Viðarsson fær þriggja leikja bann.
Mál 2
Síðara atvikið sem aganefnd tók til umfjöllunar gerist á 49 mínútu og 23 sekúndu. Aganefnd hefur til umfjöllunar atvikaskýrslu dómara en dómurum ber að skrifa atvikaskýrslu þegar leikmenn verða fyrir meiðslum og taka ekki frekari þátt í leiknum. Helst er stuðst við upptöku frá beinu streymi leiksins til að meta atvikið.
Málsatvik eru eftirfarandi.
Á 49 mínútu og 23 sekúndu er leikmaður SFH að skjóta pekki í átt að marki SR þegar leikmaður SR númer 16 virðist ætla að reyna að trufla skotið með því að slá kylfu sinni uppávið í átt að leikmanninum, vill ekki betur til en að kylfublað leikmanns SR númer 16 fer beint upp í andlit, undir gler á hjálmi leikmannsins. Dómarar leiksins sáu ekki brotið og því var ekki gefin refsing á svellinu heldur málinu vísað til aganefndar til skoðunar og úrskurðar.
Leikmaður SR númer 16 slær hér kylfublaði sínu beint í andlit andstæðings og slasar hann. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu var fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð síðar um nóttina. Allir leikmenn eru ábyrgir fyrir kylfu sinni og að hún fari ekki yfir axlar hæð andstæðings, á þeirri ábyrgð eru engar undantekningar. Það er þó samdóma álit aganefndar að hér sé ekki um ásetningsbrot að ræða. Til þess er horft við úthlutun refsingar.
Úrskurður:
Byggt á framansögðu fær leikmaður Skautafélags Reykjavíkur, númer 16, Gunnlaugur Þorsteinsson þriggja leikja bann.