Fundur aganefndar
Haldin í netheimum 24. janúar 2024, klukkan 12:15
Fyrir voru teknar eftirfarandi dómaraskýrslur.
Mál 1 og Mál 2. Frá 16 desember 2023 og 19 desember 2023 en báðar snúa þessar dómaraskýrslur að aðbúnaði fyrir dómara í Egilshöll. Aganefnd vísaði málinu til framkvæmdastjóra ÍHÍ til úrvinnsu.
Mál 3 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 12 desember 2023, U18 SR-FJÖ
Leikmaður Fjölnis númer 14 grípur í grind á hjálmi leikmanns SR númer 2 og rykkir honum niður í ísinn með þeim afleiðingum að hjálmurinn losnar af höfði leimanns SR númer 2. Atvikið getur á engan hátt talist ásættanleg hegðun og með uppátækinu leggur leikmaðurinn andstæðing sinn í óþarfa hættu.
Úrskurður: Leikmaður Bjarnarins númer 14, Artur Wincenciak fær einn leik í bann. Bannið er alsherjar bann.
Mál 4 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 9. Janúar 2024, Mfl Karla, SR-SA
Um það leyti sem leikur er að klárast tekur leikmaður SA #13 kylfuna og cross checkar leikmann SR í höfuð/háls svæði aftan frá.
Úrskurður: Leikmaður SA númer 13 Uni Blöndal fær tveggja leikja bann. Bannið er alsherjar bann.
Mál 5 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 13. Janúar 2024, U16 SA-FJÖ
Leikmaður Fjölnis númer 79 og leikmaður SA númer 96 eru í kappi að elta uppi lausan pökk. Á meðan leikmaður Fjölnis er að reyna að ná til pökksins, setur leikmaður SA nr. 96 út handlegginn á þann máta að olnbogi er á undan og þannig keyrir hann með olnbogann í hjálm andstæðingsins þannig að hann fellur við. Leikmaður Fjölnis var studdur á leikmannabekk til frekari aðhlynningar og svo á bráðamóttöku SAk til frekari skoðunar í öryggisskini.
Úrskurður: Leikmaður SA númer 96 Elvar Örn Skúlason fær tveggja leikja bann. Bannið er alsherjar bann.