Reykjavík 22. nóv 2022 klukkan 9:30
Teknar eru fyrir atvikaskýrslur úr leik SA og Fjölnis sem leikinn var 19. nóvember 2022 á Akureyri.
Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður Fjölnis númer 12 Viktor Örn Svafarsson fengið 5 mínútna dóm og brottvísun úr leiknum (GM) á 11 mínútu og 28 sekúndu annars leikhluta. Aganefnd hefur farið yfir atvikið og telur ekki ástæðu til frekari refsingar. Brotið verður fært til bókar og kann að verða til refsiaukningar síðar á tímabilinu.
Síðari atvikaskýrslan sem tekin er fyrir er vegna atviks sem varð á 8 mínútu og 38 sekúndu þriðja leikhluta. Leikmaður Fjölnis númer 25 Hilmar Benedikt Sverrisson fær Match Penalty (MP) fyrir að tæklað andstæðing sinn í höfuð eða hálssvæði á blindu hliðina. Dæmt er samkvæmt reglu 48.5 Aganend telur að hér sé um alvarlegt brot að ræða þar sem andstæðingurinn hafði ekki vitneskju um hvað var í vændum og gat þar af leiðandi ekki varið sig. Nefndin telur að leikmaðurinn hafi ekki keyrt á andstæðing sinn með þann ásetning að keyra á höfuð og háls, heldur hafi hér verið um óviljaverk að ræða. Úrskurður nefndarinnar tekur mið af því.
Úrskurður: Aganefnd úrskurðar leikmann Fjölnis nr. 25 Hilmar Benedikt Sverrissona í eins leiks bann.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.