Úrskurður aganefndar 20. desember 2024

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 19. desember 2024,

Fyrir var tekin  atvikaskýrsla dómara frá leik Skautafélags Reykjavíkur (SR) og Skautafélags Hafnarfjarðar (SFH) í meistaraflokki karla sem leikinn var í Laugardal 10. desember síðastliðinn.  Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 35:29 í öðrum leikhluta. Aganefnd hefur farið  yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum.  Málsatvik eru eftirfarandi.

Í baráttu í markteig SFH notar leikmaður SFH #4 kylfuákeyrslu (e. cross check) til þess að reyna að koma leikmanni SR #23 burt. Við það endar leikmaður SR inn í marki SFH og fylgir leikmaður SFH á eftir. Í kjölfarið byrja stimpingar þeirra á milli og kýlir leikmaður SFH #4 leikmann SR #23. Dómari leiksins vísaði leikmanni SFH #4 úr leiknum fyrir slagsmál (e. Fighting) Regla 46

Úrskurður: Leikmaður Skautafélags Hafnarfjarðar #4 Hjalti Friðriksson fær einn leik í  bann.