Aganefnd ÍHÍ kom saman í netheimum 18. september 2023.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur sem leikinn var 16. september 2023 á Akureyri. Leikmaður SR nr 20 hlaut 5 mínútna dóm auk brottvísunar úr leiknum fyrir Kylfustungu (Butt ending) á 34 mínútu og 54 sekúndu leiksins. Brotið færist til bókar og getur haft áhrif til þyngingar síðar á tímabilinu.
Leikmanni sem vísað er úr leik ber skylda til þess að halda sig í búningsherbergi liðs síns eða yfirgefa ella bygginguna. Umræddur leikmaður braut þá grundvallar reglu og hélt sig á leikmanna gangi við ramma og plexígler sem afmarka svellið. Þar hafði hann frammi kynferðislega leikræna tilburði sem beint var að einum af dómurum leiksins, auk þess að grýta hanska í glerið í þeim tilgangi að hafa áhrif á viðkomandi dómara. Þetta er gróft brot og árás á dómara leiks.
Aganefnd mun hér eftir sem hingað til ekki gefa leikmönnum neitt svigrúm til þess að smætta eða beita einhverskonar ofbeldi gegn þeim aðilum sem stunda dómgæslu á vegum sambandsins.
Úrskurður: Leikmaður SR nr. 20 Jonathan Otuoma er hér með dæmdur í 2ja leikja bann. Bannið tekur strax gildi.