Úrskurður aganefndar 14. nóvember 2024

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 14. nóvember 2024,
Fyrir var tekin  dómaraskýrsla frá leik Fjölnis (FJO) og Skautafélags Reykjavíkur (SR) í U16 aldursflokki sem leikinn var í Egilshöll föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn.  Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 51:43 í þriðja leikhluta. Aganefnd hefur farið  yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum.  Málsatvik eru eftirfarandi.

Leikmaður Fjölnis númer 21 eltir leikmann SR niður í horn og keyrir ólöglega aftan í hann, óþægilega nálægt rammanum. Dómari leiksins gaf leikmanni Fjölnis númer 21, 5+20 mínútna (brottvísun úr leiknum) dóm fyrir brot á reglu númmer 43 Checking from behind.  

Úrskurður: Leikmaður Fjölnis númer 21, í U16 aldursflokki, Baldur Mortensen fær einn leik í  bann.