Úrskurður aganefndar 14. mars 2023

Á fundi aganefndar sem haldin var klukkan 13:15 þann 14 mars var tekin fyrir atvikaskýrsla fá leik SR og SA sem leikinn var 10. mars síðastliðinn. 

Í öðrum leikhluta nánar á 38 mínútu og 45 sekúndu kom til orðaskaks á milli aðstoðarþjálfara SR og aðaldómara leiksins. Sem endaði þannig að aðstoðarþjálfarinn Björn Róbert Sigurðarsson fékk dæmda á sig brottvísun úr leiknum GM. Dómari fylgdi því síðan eftir með því að láta vísa þjálfaranum úr húsi. 

Aganefnd vill árétta nú, líkt og áður, að hún mun beita sér ákveðið gegn hverskonar áreiti gegn dómurum leiks. Í því ljósi er eftirfarandi úrskurður felldur. 

Úrskurður:

Aðstoðarþjálfari Skautafélags Reykjavíkur, Björn Róbert Sigurðarsson er úrskurðaður í eins leiks bann. Bannið er alherjarbann sem nær yfir einstaklinginn hvort sem hann er skráður sem leikmaður eða starfsmaður liðs.