Fundur aganefndar, haldin í netheimum 12. nóvember 2024,
Fyrir var tekin dómaraskýrsla frá leik Fjölnis og Skautafélags Hafnarfjarðar (SFH) sem leikinn var í Egilshöll föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn. Atvikið sem fjallað er um gerist á tímanum 42:39 í þriðja leikhluta. Aganefnd hefur farið ítarlega yfir dómaraskýrslu, skoðað upptöku frá beinu streymi frá leiknum. Málsatvik eru eftirfarandi.
Leikmaður Fjölnis númer 77 er að skauta með pökkinn inní varnarsvæði SFH og er að reyna að forðast tæklingu, Leikmaður SFH númer 13 mætir honum og gerir sig stærri og teygir sig í leikmann 77 og tæklar hann á háls og höfuðsvæði. Dómari leiksins gaf leikmanni SFH númer13, 5 + 20 mínútna dóm sem er brottvísun úr leik, byggt á reglu 48,3 Ólögleg ákeyrsla á höfuð eða háls (e. ILLEGAL CHECK TO THE HEAD OR NECK).
Úrskurður: Leikmaður SFH númer 13, Gabríel Gunnlaugsson fær tveggja leikja bann.