HM U20

HM U20

2019 IIHF U20 World Championship

Íshokkísamband Íslands hefur fengið það hlutverk frá Alþjóða íshokkísambandinu (IIHF) að halda heimsmeistaramót U20 í íshokkí.

Mótið verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal 14. – 20. janúar 2019.

Þátttökuþjóðir eru auk Íslands, Ástralía, Búlgaría, Nýja Sjáland, Kína, Kínverska Taipei, Suður Afríka og Tyrkland.

Fyrsti leikur Íslands verður á móti Ástralíu og hefst leikur kl 17:00, mánudaginn 14. janúar.

Það er mjög mikilvægt að strákarnir okkar fái góðan stuðning úr stúkunni og hvetjum við alla að tryggja sér miða í tíma og mælum við með vikupassa sem gildir á alla leiki mótsins. Miðasala á tix.is

Dagskrá heimsmeistaramótsins má finna á vef IIHF:

2019 IIHF U20 World Championship Div III

2019 IIHF - Miðasala er á Tix.is