Ynjur og Björninn umfjöllun

Frá leik úr kvennaflokki
Frá leik úr kvennaflokki

Ynjur báru sigurorð af Birninum með sex mörkum gegn einu í kvennaflokki en leikurinn fór fram síðastliðið laugardagskvöld.

Síðast þegar liðin mættust höfðu Ynjur sigur með sjö mörkum gegn tveimur. Sá leikur var lengi opinn og þegar koma að þriðju lotu höfðu Ynjur tveggja marka forskot á Björninn. Ynjur tóku hinsvegar leikinn föstum tökum strax í fyrstu lotu og að henni lokinni var staðan 3 - 0 Ynjum í vil. Mörkin gerðu Kristín Björg Jóndóttir, Sólveig Smáradóttir og Anna Sonja Ágústsdóttir.

Ynjur héldu áfram að sækja í annarri lotu en þrátt fyrir það leit einungis eitt mark dagsins ljós og kom það um miðja lotu. Markið gerði Katrín Ryan án stoðsendingar.

Þriðja og síðasta lotan var svipuð þeim fyrri, Ynjur sóttu en Bjarnarkonur vörðust. Silja Rún Gunnlaugsdóttir átti fyrra markið en það síðara átti fyrrnefnd Anna Sonja Ágústsdóttir en það kom á síðustu mínútu leiksins. Það var þó nægur tími til að skora eitt mark í viðbót en það gerði Kristín Ingadóttir fyrir Björninn.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Anna Sonja Ágústsdóttir 2/1
Sólveig Gærdbo Smáradóttir 1/1
Kristín Björg Jónsdóttir 1/1
Katrín Ryan 1/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 0/1
Védís Áslaug Bech Valdemarsdóttir 0/1 

Refsingar Ynjur: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Kristín Ingadóttir 1/0

Refsingar Björninn: 2 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH