Frá leiknum í gærkvöld Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Í gærkvöldi léku á Akureyri lið Ynja og Ásynja í meistaraflokki kvenna og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerðu 7 mörk gegn 6 mörkum Ynja.
Leikurinn var í meira lagi fjörugur og sveiflukenndur því þegar tíumínútur voru liðnar af leiknum var staðan 3 – 0 Ynjum í vil og þær komnar í þægilega stöðu. Ásynjur náðu hinsvegar að jafna fyrir hlé en tvö fyrstu mörkin þeirra komu eftir að þær voru manni fleiri á svellinu. Mörkin sex voru skoruð af sex leikmönnum og því góð breidd í markaskoruninni.
Í annarri lotu dró úr markaflóðinu og aðeins eitt mark var skorað. Markið kom um miðja lotu og það gerði Þorbjörg Eva Geirsdóttir en stoðsendingar áttu Diljá Sif og Bergþóra Heiðbjört. Staðan því 4 – 3 eftir aðra lotu.
Fljótlega í þriðju lotunni jafnaði Birna Baldursdóttir leikinn fyrir Ásynjur og því ekkert gefið eftir. Fyrrnefnd Diljá Sif kom hinsvegar Ynjum aftur yfir í 5 – 4 en það var skammgóður vermir. Næstu þrjú mörk áttu Ásynjur hinsvegar en það síðasta kom tveimur mínútum fyrir leikslok og staðan 5 - 7. Ynjur gáfust hinsvegar ekki upp og mínútu fyrir leikslok minnkuðu þær muninn en lengra komust þær ekki að þessu sinni.
Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/1
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/2
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/0
Bergþóra H. Bergþórsdóttir 0/3
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1
Eva Karvelsdóttir 0/1
Hrund Thorlacius 0/1
Sylvía Rán Björgvinsdóttir 0/1
Refsingar Ynjur: 6 mínútur
Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Birna Baldursdóttir 3/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/4
Guðrún Blöndal 1/2
Sólveig Smáradóttir 1/2
Sarah Smiley 1/1
Hrönn Kristjánsdóttir 0/3
Arndís Sigurðardóttir 0/2
Refsingar Ásynjur: 4 mínútur
HH