02.03.2006
Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna að ÍHÍ, í samvinnu við kvennalið S.A. og Bjarnarins, taka á móti kvennaliði frá Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada. Liðið kemur hingað í lok mars mánaðar og dvelur hér á landi í 10 daga. Kanadíska kvennaliðið mun leika bæði við lið Bjarnarins í Egilshöll, og lið S.A. í Skautahöllinni á Akureyri og síðast en ekki síst við landsliðið okkar. Í liðinu eru m.a. stúlkur af íslenskum ættum sem eru náskyldar leikmönnum Winnipeg Falcons sem unnu til Gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Antwerpen 1920. Meðal þjálfara er Dan nokkur Johnson sem einnig er af íslenskum ættum. Dan hefur unnið mikið við að kynna sögu Winnipeg Falcons í Kanada og er einn aðalhvatamaðurinn að þessari heimsókn. Liðið mun leika hér undir merkjum Winnipeg Falcons.
Verið er að leggja lokahönd á dagskrá heimsóknarinnar en liðið kemur til landsins 24. mars nk. Fylgist með fréttum hér og á heimasíðum Skautafélaganna.