Víkingar - SR umfjöllun

Frá leiknum á laugardag
Frá leiknum á laugardag

Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á Akureyri á íslandsmótinu í íshokkí á laugardagskvöld og  lauk leiknum með sigri Víkinga sem gerðu níu mörk gegn engu marki SR-inga. 

Síðast þegar liðin mættust unnu Víkingar 5 – 2 sigur á SR-ingum eftir að SR-ingar höfðu náð tveggja marka forystu í byrjun leiks.  Nú hinsvegar tóku Víkingar leikinn föstum tökum strax frá byrjun og að lokinni fyrstu lotu var staðan orðin 6 – 0 þeim í vil. Orri Blöndal opnaði markareikning Víkinganna strax á þriðju mínútu  og rúmlega mínútu síðar hafði Stefán Hrafnsson bætt við öðru marki. Sigurðar þeirra Víkinga, Sigurðsson og Reynisson áttu síðan næstu tvö mörk en lokaorðin í lotunni áttu þeir Jóhann Leifsson og Lars Foder

Leikurinn jafnaðist aðeins í annarri lotu en þar bættu Víkingar tveimur mörkum við. Fyrra markið átti Lars Foder en það síðar Sigurður Sigurðsson.

Hermann Knútur Sigtryggsson átti síðan eina markið í þriðju lotu og innsiglaði þar með öurggan sigur Víkingar.

Með sigrinum færast Víkingar nær Birninum að stigum en liðin berjast nú hart um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni í mars. Björninn hefur nú fjögurra stiga forskot á Víkinga sem eiga einn leik til góða.

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Lars Foder 2/3
Sigurður S Sigurðsson 2/0
Jóhann Már Leifsson 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1
Hermann Knútur Sigtryggsson 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Andri Már Mikaelsson 0/1
Hilmar Leifsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsingar Víkingar: 20 mínútur.

Refsingar SR: 12 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH