26.09.2010
Í gærkvöldi fór fram einn leikur í Íslandsmóti karla í íshokkí en þá mættust Víkingar og Björninn á Akureyri. Leikurinn var vel sóttur af áhorfendum stemningin var góð. Það voru heimamenn sem fóru betur af stað og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og þau einu sem skoruð voru í 1.lotu. Mörkin skoruðu Andrarnir í Víkingaliðinu, Andri Sverrisson fyrstu tvö og Andri Mikaelsson það þriðja.
Björninn var sterkaði aðilinn í 2.lotu og minnkaði muninn í 3 – 4. Rúnar Rúnarsson skoraði fyrir SA en fyrir Björninn skoruðu Arnar Ingason, Hjörtur Björnsson og Matthías Sigurðsson.
Í þriðju og síðustu lotunni voru það heimamenn sem bættu við tveimur mörkum án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig og leiknum lauk með 6 – 3 sigri Víkinganna. Mörkin skoruðu Rúnar Rúnarsson og Björn Már Jakobsson.
Mörk og stoðsendingar Víkinganna: Rúnar Rúnarsson 2/2, Andri Sverrisson 2/0, Björn Már Jakobsson 1/1, Andri Már Mikaelsson 1/1 og Jóhann Leifsson 0/1.
Mörk og stoðsendingar Bjarnarsins: Gunnar Guðmundsson 0/2, Arnar Ingason 1/1, Matthías Sigurðsson 1/0, Andri Hauksson 0/1.
Brottvísanir Víkinga: 14mín
Brottvísanir Bjarnarins: 30mín, þar af var einn 10mín dómur.
Aðaldómari var Ólafur Ragnar
Línuverðir voru Orri Sigmarsson og Dúi Ólafsson.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson á leiknum í gær.