Í kvöld í hófi sem haldið var í Silfurbergi Hörpu voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttafólk ársins hjá Sérsamböndum ÍSÍ. Ásamt því að lýst var kjöri á Íþróttamanni ársins 2024.
Eins og kunnugt er voru þau Sunna Björgvinsdóttir sem leikur með Sodertelje SK en er þessa dagana er hún á láni hjá Leksand sem er lið í efstu deild í Svíþjóð og Kári Arnarsson fyrirliði Skautafélags Reykjavíkur sem er í topp baráttu í toppdeildinni í íshokkí valin íshokkímaður og íshokkíkona ársins.
Á myndinni sem tekin var í kvöld þegar viðurkenningar voru veittar má sjá Kára taka við sinni viðurkenningu og afa Sunnu Baldvin Grétarsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.
Þess má geta að Baldvin Grétarsson var einn af leikmönnum SA hér á árum áður og spilaði þá gjarnan bæjarkeppni við afa Kára, Svein heitinn Kristdórsson eða Svenna bakara eins og hann var gjarnan kallaður. Svona fer lífið í skemmtiega hringi.