Undanfarnar vikur hafa verið birt viðtöl við fólk úr ýmsum áttum úr íslensku íshokkíhreyfingunni. Nú þegar hafa birst viðtöl við Sunnu Björgvinsdóttur, sem spilar með Södertälje SK í Svíþjóð og kvennalandsliði Íslands, og Hákon Martein Magnússon, sem spilar með Bäcken HC og var fyrirliði U20 landsliðs karla nú í janúar, og nú í dag var birt viðtal við Söru Smiley, íshokkíkonu og þjálfara hjá Skautafélagi Akureyrar.
Öll viðtölin voru tekin af blaðamanninum Atla Stein Guðmundssyni fyrir ÍHÍ og birt á vefnum ishokki.is.
Viðtal við Sunnu: "Ekki bara Emil í Kattholti og allir ljóshærðir"
Viðtal við Hákon Martein: "Leikjafjöldi afgerandi þáttur í framförum"
Viðtal við Söruh Smiley: "Gera svona – ekki svona"