Viðtöl við fólk úr íshokkíhreyfingunni

Undanfarnar vikur hafa verið birt viðtöl við fólk úr ýmsum áttum úr íslensku íshokkíhreyfingunni.  Nú þegar hafa birst viðtöl við Sunnu Björgvinsdóttur, sem spilar með Södertälje SK í Svíþjóð og kvennalandsliði Íslands, og Hákon Martein Magnússon, sem spilar með Bäcken HC og var fyrirliði U20 landsliðs karla nú í janúar, og nú í dag var birt viðtal við Söru Smiley, íshokkíkonu og þjálfara hjá Skautafélagi Akureyrar.

Öll viðtölin voru tekin af blaðamanninum Atla Stein Guðmundssyni fyrir ÍHÍ og birt á vefnum ishokki.is.

Viðtal við Sunnu: "Ekki bara Emil í Kattholti og allir ljóshærðir" 

Viðtal við Hákon Martein: "Leikjafjöldi afgerandi þáttur í framförum" 

Viðtal við Söruh Smiley: "Gera svona – ekki svona"