Úrslitakeppni karla frestað um viku!

Stjórn ÍHÍ kom saman til fundar í dag sunnudag til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin vegna dómsmáls sem getur haft áhrif á úrslitakeppni karla sem á að hefjast næstkomandi laugardag 29. mars. Ákveðið var að fresta fyrsta leik í úrslitum til laugardagsins 5. apríl. Stjórn er tilbúin að gera frekari tilfærslur þar til umrætt dómsmál er til lykta leitt ef þörf er á.