Úrslit kvenna hefjast á morgun þriðjudaginn 11. mars klukkan 19:45 í Egilshöll

Á morgun þriðjudag hefst úrslita einvígi kvenna í íshokkí. Líkt og á síðasta tímabili eru það lið Fjölnis og Skautafélags Akureyrar sem eigast við. Ríkjandi Íslandsmeistarar Fjölnis konur, lönduðu að þessu sinni deildarmeistara titli og þar með heimaleikja rétti í einvíginu. Flestir leikir þessara liða hafa verið æsispennandi, og þrír þeirra þeirra fóru alla leið í vítakeppni til þess að knýja fram úrslit.  Við hvetjum alla íshokkíáhugamenn að fjölmenna í Egilshöll á morgun þriðjudag klukkan 19:45.