18.09.2005
Í gær laugardag léku Björninn og SA í Egilshöll og síðar um kvöldið SR og Narfi í Laugardalnum.
Björninn hafði algera yfirburði yfir liði SA sem að virkaði ósannfærandi í leiknum. Það var lítill íslandsmeistara bragur yfir þeim rauðklæddu og virðist sem að liðið sé langt frá því að vera komið í leikæfingu. Bjarnarliðið virðist vera gríðarlega sterkt og til marks um yfirburði þeirra í þessum leik þá lék Sergei Zak þjálfari þeirra og lykil leikmaður nánast ekkert með liðinu eftir fyrsta leikhluta þannig að yfirburðir þeirra voru miklir.
Úrslit í Egilshöll, Björninn - SA 13 - 1
Í Laugardalnum áttust síðan við SR og Narfi, svipaða sögu var þar að segja að lið SR hafði algera yfirburði í leiknum. SR hóf leikinn með látum í fyrsta leikhluta og komst í 4 - 0 það var síðan í öðrum leikhluta að Narfamenn virtust vera að komast inn í leikinn og skoruðu þeir 3 mörk í þeim leikhluta gegn 2 mörkum SR. Voru Narfamenn að snú leiknum sér í vil? Það leit helst út fyrir það slæm varnarmistök og sjálfsmark SR liðsins í öðrum leikhluta benntu til þess. SR sýndu yfirburði sína í þriðja leikhluta þegar þeir unnu hann sannfærandi 7 - 0 og samanlagt leikinn 13 - 3
Úrslit í Skautahöllinni í Laugardal, SR - Narfi frá Hrísey 13 - 3