Úrslit helgarinnar í mfl

Í gærkvöldið voru spilaðir tveir leikir á Akureyri þegar Skautafélag Akureyrar tók á móti Birninum bæði í karla- og kvennaflokki.  Heimamenn reyndust sterkari á báðum flokkum en karlarnir unnu 5 - 3 og konurnar 10 - 2.


Karlaleikurinn:

Loturnar fóru 1 - 1, 2 - 1 og 2 - 1.  SA átti 35 skot á mark og Björninn átti 20 skot á mark.  SA var með 20 mín. í brottrekstra - 10 2ja mín dómar.  Björninn var með 10 mínútur - 5 2ja mín dóma.
 
Mörk og stoðsendingar:

SA:  Jón Ingi 2/0, Björn Már Jakobsson 1/1, Tomas Fiala 1/1, Sindri Már Björnsson 1/0, Birkir Árnason 0/1, Jón Gíslason 0/1
Björninn:  Trausti Bergmann 1/1, Birgir Hansen 1/0, Ásgeir Atlason 0/1, Alexi Ala-Lathi 0/1, Aron Orrason 0/1, Einar Sveinn 0/1.
 
Kvennaleikurinn:
Loturnar fóru 6 - 0, 0 - 1, 4 - 1.  SA átti 30 skot á mark en Björninn 7.  SA var með 8 mín í refsiboxinu en Björninn 6 mín.


Mörk og stoðsendingar: 
SA:  Sólveig Smáradóttir 2/2, Sarah Smiley 3/1, Vigdís Aradóttir 1/2, Jóhanna Sigurbjörg 2/0, Jónína Guðbjartsdóttir 1/0, Hildur Hilmisdóttir 1/0, Rósa Guðjónsdóttir 0/1.

Björninn:  Hanna Rut Heimisdóttir 2/0.