08.04.2006
Aganefnd , 08.04.2006, mál 1.
Leikur SR og SA fyrsti leikur í úrslitum í meistaraflokki karla, mánudaginn 3. apríl 2006.
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SR og SA meistaraflokki karla mánudaginn 3. apríl 2006 og dómaraskýrsla úr sama leik.
Leikmaður SR #26 Rúnar Freyr Rúnarsson fær MP fyrir að sparka í átt að andstæðing. Leikmaðurinn hefur áður fengið MP fyrir samskonar brot. Því gildir nú reglugerð 8.13.2 sem kveður á um tvöföldun þeirrar refsingar sem upphaflega var gefin fyrir viðkomandi brot.
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður SR # 26 Rúnar Rúnarsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann.
Aganefnd , 08.04.2006, mál 2
Leikur SA og SR annar leikur í úrslitum í meistaraflokki karla, fimmtudaginn 6. apríl 2006.
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SR og SA meistaraflokki karla mánudaginn 3. apríl 2006 og dómaraskýrsla úr sama leik.
Leikmaður SR #30 Birgir Örn Sveinsson fær MP fyrir að slá andstæðing sinn með kylfu í háls. Greinilegir áverkar eru á þeim leikmanni sem fyrir högginu varð, þó ekki hafi verið um meiðsli að ræða. Ljóst er að uppátæki þetta hefði auðveldlega geta valdið alvarlegum meiðslum. Það er óafsakanlegt með öllu að leikmenn noti kylfur sínar sem vopn.
Í þessu ljósi lýtur aganefnd ÍHÍ þetta atvik mjög alvarlegum augum. Og vill með útskurði sínum senda þau skilaboð út í hreyfinguna að hún mun beita hörðum í viðleitni sinni til þess að koma í veg fyrir brot sem þessi.
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður SR # 30 Birgir Örn Sveinsson er hér með úrskurðaður í þriggja leikja bann.
Reykjavík 08.04.2006
Í aganefnd ÍHÍ
Viðar Garðarsson formaður
Kristján Maack
Sigurður Rúnar Sveinmarsson