Úrskurðir aganefndar frá 02.11.2005
08.11.2005
Fundargerð aganefndar 2005-02-25
Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn föstudaginn 03. nóvember 2005.
Mættir voru: Viðar Garðarson, Bjarni Kr. Grímsson, Sigurður Sveinmarsson og Jón Heiðar Rúnarsson
Dagskrá
- Staðfesting á úrskurðum formanns aganefndar
- mál 6, 7, 8. og 9 úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki karla laugardaginn 29. október 2000
- öryggismál varðandi leiðir frá refsiboxum til búningsklefa
1. liður á dagskrá, staðfesting á úrskurðum formanns aganefndar
Áður en úrskurðirnir voru ræddir var samþykkt að allar leikskýrslur og atvikaskýrslur verði að berast öllum í aganefnd eins fljótt og auðið er. Sérstaklega verða skýrslur sem innihalda MP dóma að komast í hendur allra aganefndarmanna áður en kemur að öðrum leik frá leikdóm til að allir aganefndarmenn hafi tækifæri á að gera athugasemdir ef þeir eru ekki sammála úrskurði formans.
Viðeigandi leikmenn hafa þegar tekið út þær refsingar sem hér á eftir fara, þetta eru einungis formlegar staðfestingar á úrskurðunum.
- Mál 1, úrskurður formanns aganefndar um eins leiks bann yfir leikmanni Bjarnarins Hrólfi Gíslasyni vegna brots í leik SR og Bjarnarins 9. mars 2005 er hér með staðfestur af aganefnd.
- Mál 2, úrskurður formanns aganefndar um eins leiks bann yfir leikmanni SR Gauta Þormóðssyni vegna brots í leik SA og SR 29.04.2005 er hér með staðfestur af aganefnd.
- Mál 3, úrskurður formanns aganefndnar um eins leiks bann yfir leikmanni Bjarnarins Gunnari Guðmundssyni vegna brots í leik Narfa og Bjarnarins 01.10.2005 er hér með staðfestur af aganefnd.
- Mál 4, úrskurður fomanns aganefndar um eins leiks bann yfir Bergmundi Elvarssyni leikmanni Bjarnarins vegna brots í leik Bjarnarins og SA 17.09.2005 er hér með staðfestur af aganefnd.
- Mál 5, úrskurður formanns aganefndar um eins leiks bann yfir leikmanni SA Jóni Inga Hallgrímssyni vegna brots í leik SR og SA 08.10.2005 er hér með staðfestur af aganefnd.
2. liður á dagskrá, mál 6, 7, 8. og 9 úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki karla laugardaginn 29. október 2005
Formaður aganefndar Viðar Garðarson vék af fundi áður en umfjöllun um þennan leik hófst þar sem hann var dómari í leiknum.
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik Bjarnarins og SA í meistaraflokki karla 29.10.05 og atvikaskýrslur úr sama leik.
-------------------------
Mál 6.
Á 51. mínútu fékk leikmaður SA Lubomir Bobik, brottvísun úr leik (GM). Hann neitaði að hlýða ítrekuðum tilmælum starfsmanna og dómara um að halda til búningsklefa liðsins. Dómari leiksins þyngdi því dóminn úr brottvísun úr leik (GM) í leikdóm (MP).
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann,
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður SA, Lubomir Bobik, er hér með úrskurðaður í eins leiks bann í meistaraflokki karla.
------------------------
Mál 7.
Á 52. mínútu fékk leikmaður Bjarnarins, Brynjar Freyr Þórðarson, leikdóm (MP) fyrir slagsmál. Brynjar réðst á mótherja sinn sem veitti enga mótspyrnu, hann kastað af sér hönskum og barði hann ítrekað. Að auki sinnti hann engu ítrekuðum tilraunum dómara til að fá hann til að hætta.
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann en samkvæmt reglugerð 8.13 fyrir aganefnd er mælt fyrir um að við ákvörðun refsinga skuli allajafna miðað við lágmarksrefsingu samkvæmt leikreglum IIHF en nefndinni er heimilt að þyngja refsingu með viðeigandi hætti í samræmi við alvarleika brotsins. Aganefnd telur að brotið hafi verið mjög gróft og ítrekað.
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður Bjarnarins, Brynjar Freyr Þórðarson er hér með úrskurðaður í þriggja leikja bann í meistaraflokki karla.
------------------------
Mál 8.
Á 57. mínútu fékk þjálfari SA, Jan Kobezda, leikdóm fyrir ítrekaðar athugasemdir og svívirðingar á dómara leiksins. Þegar leiktíma lauk kallaði þjálfarinn leikmenn sýna strax af ísnum.
Samkvæmt reglum ÍHÍ felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann, aganefnd telur að þjálfarinn hafi með því að kalla lið sitt af velli strax að leiktíma loknum áður en venjubundnum athöfnum hafi verið lokið hafi hann haldið áfram að hafa afskipti af liðinu.
Úrskurður Aganefndar
Þjálfari SA, Jan Kobezda er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í meistaraflokki karla
------------------------
Mál 9.
Á 58. mínútu fékk leikmaður SA, Elmar Magnússon, leikdóm (MP) fyrir slagsmál. Elmar réðst á mótherja sinn sem færðist undan, hann kastað af sér hönskum og barði hann ítrekað. Að auki sinnti hann engu ítrekuðum tilraunum dómara til að fá hann til að hætta og henti að lokum hjálmi í andstæðing sinn.
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann en samkvæmt reglugerð 8.13 fyrir aganefnd er mælt fyrir um að við ákvörðun refsinga skal allajafna miðað við lágmarksrefsingu samkvæmt leikreglum IIHF en nefndinni er heimilt að þyngja refsingu með viðeigandi hætti í samræmi við alvarleika brotsins. Aganefnd telur að brotið hafi verið mjög gróft og ítrekað.
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður SA, Elmar Magnússon er hér með úrskurðaður í þriggja leikja bann í meistaraflokki karla.
3. liður á dagskrá, öryggismál varðandi leiðir frá refsiboxum til búningsklefa
Vegna kvartana sem aganefnd hafa borist, viljum við beina því til stjórnar ÍHÍ að aðstæður í kringum refsibox verði tekin til skoðunar. Nefndinni hefur verið bent á að þegar leikmönnum er vísað úr refsiboxum til búningsherbergja þurfi þeir sumstaðar að ganga í gegnum áhorfendasvæði og önnur svæði sem áhorfendur hafa aðgang að. Þetta getur skapað hættu bæði fyrir leikmenn og áhorfendur. Nefndin vill því ítreka ábyrgð hvers heimaliðs varðandi gæslu á heimavelli sínum. Á meðan aðstæður eru óbreyttar mælir nefndin með, að stjórn ÍHÍ beini þeim tilmælum til dómaranefndar að dómarar leikja fái heimild til þess að leyfa leikmönnum að skauta yfir ísinn til búningsherbergja þar sem ekki er hægt að tryggja aðskilnað leikmanna og áhorfenda..
Akureyri 3. nóvember 2005
Aganefnd ÍHÍ
Bjarni Kr. Grímsson, Sigurður Sveinmarsson, Jón Heiðar Rúnarsson,