03.02.2005
Spruning:
Sæll Viðar, Fyrirspurn þessi er tilkomin vegna umdeilds marks sem skorað var í leik SA og SR á sunnudaginn síðasta en alls ekki verið að biðja um úrkurð varðandi það mark. Ég heyrði á fólki sem á leiknum var að lykilatriði væri hvort pekkinum væri sparkað og að hreyfing skautans teldist ekki spark nema skautanum væri lyft frá ísnum. Nú er spurningin hvernig túlka beri regluna um ógildingu marks. Í reglu 470. og reglu 471.
Kveðja,
Reynir Sigurðsson
Svar:
Sæll Reynir,
Spark eða ekki spark er ein spurning, en sú sem mestu máli skiptir hér er önnur. Stýrði leikmaðurinn pekkinum inn í markið að ásettu ráði eða ekki? Það er ákvarðandi atriði hér.
Ég get upplýst það svona persónulega að þar til að spurning þín kom og ég helti mér í að skoða þetta frá öllum sjónarhornum horfði ég eingöngu á það hvort um spark var að ræða eða ekki þannig að þessi spurning þín hefur opnað nýja sýn fyrir mig. (takk fyrir það) En snúum okkur til baka að spurningu þinni, hér ræður mestu 1. másgrein reglu númer 471 þar segir:
Mark telst ógilt ef:
Sóknarleikmaður af ásettu ráði sparkar, hendir eða slær með höndum eða á annan hátt stýrir pekkinum með öðru en kylfunni í mark, jafnvel þó að pökkurinn speglist síðan af öðrum leikmanni, markmanni eða dómara.
Þannig að niðurstaðan er:
Ef að mati dómara, leikmaðurinn hafði í frammi tilburði þannig að speglun á pekki í mark var ásetningur hans. Á dómari að dæma markið af því að í þessu tilfelli má leikmaðurinn einungis nota kylfu sína.
Ef að mati dómara speglun á pekki í mark var óvilja verk (hvort sem er varnarmanns eða sóknarmanns) skal markið standa.
Takk fyrir krefjandi og góða spurningu.
VG